Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög þar sem umsóknarfrestur er til og með 24. október 2021.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutar stofnframlögum til samfélagssinnaðra leigusala til að kaupa eða byggja almennar íbúðir. Markmiðið er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum og bæta húsnæðisöryggi eignalítilla og tekjulágra. Húsnæðiskostnaður á að vera í samræmi við greiðslugetu og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.

Almenna íbúðakerfið var sett á stofn árið 2016 og hefur nú þegar 17,3 milljörðum króna verið úthlutað til byggingar og kaupa á 2.899 íbúðum víðsvegar um landið. Heildarfjárfesting í uppbyggingu nemur um 89 milljörðum króna.

Sækja má um stofnframlög hér.

Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög þar sem umsóknarfrestur er til og með 24. október 2021.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutar stofnframlögum til samfélagssinnaðra leigusala til að kaupa eða byggja almennar íbúðir. Markmiðið er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum og bæta húsnæðisöryggi eignalítilla og tekjulágra. Húsnæðiskostnaður á að vera í samræmi við greiðslugetu og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.

Almenna íbúðakerfið var sett á stofn árið 2016 og hefur nú þegar 17,3 milljörðum króna verið úthlutað til byggingar og kaupa á 2.899 íbúðum víðsvegar um landið. Heildarfjárfesting í uppbyggingu nemur um 89 milljörðum króna.

Sækja má um stofnframlög hér.

DEILA

Fleiri fréttir

Ný húsnæðissjálfseignastofnun fyrir landsbyggðina

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur óskað eftir samtali við sveitarfélögin vegna hugmyndar um nýja húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem er ætlað að eiga og reka íbúðir...

Brák og Bríet fjölga leiguíbúðum á Siglufirði

Brák íbúðafélag og Leigufélagið Bríet í samstarfi við Fjallabyggð og Verkstjórn ehf. hafa hafið byggingu á samtals 15 íbúðum í þremur fjölbýlishúsum á Siglufirði....