Ný húsnæðissjálfseignastofnun fyrir landsbyggðina

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur óskað eftir samtali við sveitarfélögin vegna hugmyndar um nýja húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem er ætlað að eiga og reka íbúðir sem geta fengið stofnframlög frá HMS til bygginga eða kaupa íbúða fyrir tekju- og eignalága einstaklinga á landsbyggðinni. Hugmyndin er að hses. verði samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni þar sem þau sameinist um uppbyggingu og rekstur íbúðanna.

Verði sett á laggirnar húsnæðissjálfseignarstofnun á grundvelli þessarar tillögu er lagt til að í samþykktum stofnunarinnar komi fram að henni sé ætlað að starfa á landsbyggðinni og markmið hennar sé að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða. Í upphafi verði lagt upp með að afmarka rekstur félagsins við almennar íbúðir sem falli ekki undir sérstök úrræði s.s. sértæk búsetuúrræði eða önnur úrræði sem krefjast sérstakrar aðkomu eða kostnaðarþátttöku viðkomandi sveitarfélags.

Tillagan um sameiginlegt hses. er lögð fram vegna þess að reynslan hefur sýnt að rekstur lítilla hses. hefur reynst minni félögum óhagkvæmur og í sveitarfélögum þar sem ekki er þörf fyrir margar almennar íbúðir hefur verið erfitt að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til svo að verkefnin gangi upp, bæði hvað varðar byggingu og rekstur íbúðanna.

Með auknu samstarfi er lagt upp með að ná fram stærðarhagkvæmni hvað varðar rekstur og utanumhald en einnig að ná fram hagkvæmni í byggingu íbúðanna með því að fara í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn. Þannig væri hægt að sjá fyrir sér að stofnunin sem tillagan snýr að gæti boðið út verkefni í nokkrum sveitarfélögum, jafnvel í einhverjum áföngum til nokkurra ára, byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga og uppbyggingarþörf. Það væri einnig til þess fallið að stuðla að uppbyggingu á svæðum þar sem erfitt hefur reynst að fá verktaka til uppbyggingar á slíkum verkefnum.

Ný húsnæðissjálfseignastofnun fyrir landsbyggðina

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur óskað eftir samtali við sveitarfélögin vegna hugmyndar um nýja húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem er ætlað að eiga og reka íbúðir sem geta fengið stofnframlög frá HMS til bygginga eða kaupa íbúða fyrir tekju- og eignalága einstaklinga á landsbyggðinni. Hugmyndin er að hses. verði samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni þar sem þau sameinist um uppbyggingu og rekstur íbúðanna.

Verði sett á laggirnar húsnæðissjálfseignarstofnun á grundvelli þessarar tillögu er lagt til að í samþykktum stofnunarinnar komi fram að henni sé ætlað að starfa á landsbyggðinni og markmið hennar sé að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða. Í upphafi verði lagt upp með að afmarka rekstur félagsins við almennar íbúðir sem falli ekki undir sérstök úrræði s.s. sértæk búsetuúrræði eða önnur úrræði sem krefjast sérstakrar aðkomu eða kostnaðarþátttöku viðkomandi sveitarfélags.

Tillagan um sameiginlegt hses. er lögð fram vegna þess að reynslan hefur sýnt að rekstur lítilla hses. hefur reynst minni félögum óhagkvæmur og í sveitarfélögum þar sem ekki er þörf fyrir margar almennar íbúðir hefur verið erfitt að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til svo að verkefnin gangi upp, bæði hvað varðar byggingu og rekstur íbúðanna.

Með auknu samstarfi er lagt upp með að ná fram stærðarhagkvæmni hvað varðar rekstur og utanumhald en einnig að ná fram hagkvæmni í byggingu íbúðanna með því að fara í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn. Þannig væri hægt að sjá fyrir sér að stofnunin sem tillagan snýr að gæti boðið út verkefni í nokkrum sveitarfélögum, jafnvel í einhverjum áföngum til nokkurra ára, byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga og uppbyggingarþörf. Það væri einnig til þess fallið að stuðla að uppbyggingu á svæðum þar sem erfitt hefur reynst að fá verktaka til uppbyggingar á slíkum verkefnum.

DEILA

Fleiri fréttir

Leigufélagið Bríet auglýsir eftir byggingaraðilum til samstarfs

Leigufélagið Bríet hefur hafið samstarf við sveitarfélögin í landinu og ætlar að koma að íbúðauppbyggingu víðsvegar á landsbyggðinni. Bríet hefur auglýst eftir byggingaraðilum til...

Stofnframlögum úthlutað til almennra íbúða í 4 sveitarfélögum á landsbyggðinni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnframlög til byggingar eða kaupa á alls 35 íbúðum í 4 sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sveitarfélögin þar sem...