Brák hses. fær afhentar fyrstu íbúðirnar

Húsnæðissjálfseignarstofnunin Brák fékk afhentar fyrstu íbúðirnar á dögunum. Íbúðirnar eru fimm talsins og standa við Þjóðbraut á Akranesi, þeim til viðbótar munu svo bætast við fjórar íbúðir á Akranesi á næstu misserum. Það var byggingarfélagið Bestla sem sá um að byggja íbúðirnar.

Brák var stofnað í mars á þessu ári og er markmiðið með stofnun þess að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með mörgum litlum húsnæðissjálfseignastofnunum sem eru með fáar íbúðir hvert. Með því er einnig verið að byggja og stuðla að auknu framboði hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni. Stofnaðilar Brákar eru 31 sveitarfélag víðs vegar af landinu og stendur stofnaðilum til boða að leggja almennar íbúðir á þeirra vegum inn í Brák. Það er margt í bígerð hjá Brák og um þessar mundir eru um 40 íbúðir ýmist í undirbúningi eða í byggingu víðsvegar um landið. Má þar nefna byggingu á 8 íbúðum á Seyðisfirði, 4 íbúðum á Bíldudal og 10 íbúðum á Egilsstöðum.

Íbúðirnar á Akranesi voru þær fyrstu sem voru afhentar Brák og var það mikið fagnaðarefni þegar lyklarnir að íbúðunum voru afhentir, að því tilefni voru viðstaddir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.

Brák hses. fær afhentar fyrstu íbúðirnar

Húsnæðissjálfseignarstofnunin Brák fékk afhentar fyrstu íbúðirnar á dögunum. Íbúðirnar eru fimm talsins og standa við Þjóðbraut á Akranesi, þeim til viðbótar munu svo bætast við fjórar íbúðir á Akranesi á næstu misserum. Það var byggingarfélagið Bestla sem sá um að byggja íbúðirnar.

Brák var stofnað í mars á þessu ári og er markmiðið með stofnun þess að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með mörgum litlum húsnæðissjálfseignastofnunum sem eru með fáar íbúðir hvert. Með því er einnig verið að byggja og stuðla að auknu framboði hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni. Stofnaðilar Brákar eru 31 sveitarfélag víðs vegar af landinu og stendur stofnaðilum til boða að leggja almennar íbúðir á þeirra vegum inn í Brák. Það er margt í bígerð hjá Brák og um þessar mundir eru um 40 íbúðir ýmist í undirbúningi eða í byggingu víðsvegar um landið. Má þar nefna byggingu á 8 íbúðum á Seyðisfirði, 4 íbúðum á Bíldudal og 10 íbúðum á Egilsstöðum.

Íbúðirnar á Akranesi voru þær fyrstu sem voru afhentar Brák og var það mikið fagnaðarefni þegar lyklarnir að íbúðunum voru afhentir, að því tilefni voru viðstaddir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.

DEILA

Fleiri fréttir

Framkvæmdir hafnar við byggingu nýrra íbúða á Reyðarfirði

Byggingaraðilinn Hrafnshóll ehf. hefur hafið byggingu á fimm íbúðum á Reyðarfirði. Íbúðirnar sem verið er að byggja fyrir húsnæðissjálfseignastofnunina Brák hses. eru ætlaðar til...

Reykhólahreppur verður hluthafi í Leigufélaginu Bríeti

Þann 1. júlí s.l. bættist Reykhólahreppur í hluthafahóp Leigufélagsins Bríetar ehf. með því að leggja inn í félagið íbúðir sem voru í eigu sveitarfélagsins....