Bríet í samstarf við Fjarðabyggð

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð skrifuðu nýverið undir samstarf þar sem Bríet kemur til með að taka við íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fjarðabyggð kemur til með að eignast hlut í Bríeti og verður þar með fyrsta sveitarfélagið til að verða hluthafi í leigufélaginu.

Íbúðirnar sem um ræðir eru í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði. Staða leigjenda helst óbreytt samkvæmt tilkynningu en réttindi og skyldur leigusamninga færast til Bríetar.

Markmið samstarfsins er að  samræma umsýslu leigueigna á landsbyggðinni ásamt því að Bríet auki samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbyggingu nýrra leigueigna.

Bríet í samstarf við Fjarðabyggð

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð skrifuðu nýverið undir samstarf þar sem Bríet kemur til með að taka við íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fjarðabyggð kemur til með að eignast hlut í Bríeti og verður þar með fyrsta sveitarfélagið til að verða hluthafi í leigufélaginu.

Íbúðirnar sem um ræðir eru í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði. Staða leigjenda helst óbreytt samkvæmt tilkynningu en réttindi og skyldur leigusamninga færast til Bríetar.

Markmið samstarfsins er að  samræma umsýslu leigueigna á landsbyggðinni ásamt því að Bríet auki samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbyggingu nýrra leigueigna.

DEILA

Fleiri fréttir

Hlutdeildarlán á landsbyggðinni

Hlutdeildarlán er úrræði stjórnvalda sem ætlað er til þess að hjálpa tekju- og eignalágum að komast inn á íbúðamarkaðinn. Ekki allar íbúðir geta talist...

Óseldar íbúðir ÍLS á Ólafsvík fara í útleigu

Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á Ólafsvík, Hellissandi og öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði...