Óseldar íbúðir ÍLS á Ólafsvík fara í útleigu

Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á Ólafsvík, Hellissandi og öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði á hagstæðu verði á landsbyggðinni.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, við undirritunina í dag.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, við undirritunina í dag.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viljayfirlýsingu sem þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, undirrituðu undir hádegið í dag. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga nýjum íbúðum í sveitarfélaginu. Mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Snæfellsbæ um lengri tíma, meðal annars vegna uppgangs í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.

“Ég hef sagt það áður og segi það enn að íbúðaskortur má ekki standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Þessi aðgerð er liður í að styðja við íbúa og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem er ánægjulegt að geta ýtt úr vör og munu fleiri sambærilegar aðgerðir líta dagsins ljós á næstunni,” sagði Ásmundur Einar við undirritunina.

Fyrst verður ráðist í endurbætur á íbúðunum sem leigufélagið Bríet hyggst leigja út og voru áður í eigu Íbúðalánasjóðs. Þá mun Íbúðalánasjóður vinna með sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúðakjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu íbúðakjarnans og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til einnar milljón króna styrk til þróunar verkefnisins. Þá mun sjóðurinn bjóða fram sérfræðiþekkingu starfsmanna sinna til sveitarfélagsins sem er hluti af sérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að örva húsnæðisuppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins.

Óseldar íbúðir ÍLS á Ólafsvík fara í útleigu

Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á Ólafsvík, Hellissandi og öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði á hagstæðu verði á landsbyggðinni.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, við undirritunina í dag.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, við undirritunina í dag.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viljayfirlýsingu sem þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, undirrituðu undir hádegið í dag. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga nýjum íbúðum í sveitarfélaginu. Mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Snæfellsbæ um lengri tíma, meðal annars vegna uppgangs í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.

“Ég hef sagt það áður og segi það enn að íbúðaskortur má ekki standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Þessi aðgerð er liður í að styðja við íbúa og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem er ánægjulegt að geta ýtt úr vör og munu fleiri sambærilegar aðgerðir líta dagsins ljós á næstunni,” sagði Ásmundur Einar við undirritunina.

Fyrst verður ráðist í endurbætur á íbúðunum sem leigufélagið Bríet hyggst leigja út og voru áður í eigu Íbúðalánasjóðs. Þá mun Íbúðalánasjóður vinna með sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúðakjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu íbúðakjarnans og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til einnar milljón króna styrk til þróunar verkefnisins. Þá mun sjóðurinn bjóða fram sérfræðiþekkingu starfsmanna sinna til sveitarfélagsins sem er hluti af sérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að örva húsnæðisuppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins.

DEILA

Fleiri fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að námsmannaíbúðum á Flateyri

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku á dögunum sameiginlega fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Lýðskólinn fékk úthlutað stofnframlögum frá HMS og Ísafjarðarbæ...

Leigufélagið Bríet kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Seyðisfirði

Leigufélagið Bríet sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hyggst koma að uppbyggingu á 6 íbúðum á Seyðisfirði. Í dag undirrituðu Ásmundur Einar Daðason,...