Umsóknir um stofnframlög í 15 verkefnum á landsbyggðinni í úthlutun fyrir árið 2022

Umsóknarfresti um stofnframlög í úthlutun fyrir árið 2022 lauk nýverið og var töluvert af umsóknum sem bárust frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að yfirferð umsóknanna. Stofnframlög eru veitt af hinu opinbera til byggingar eða kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum.

Alls bárust 15 umsóknir fyrir íbúðir í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heildarfjöldi íbúða á landsbyggðinni sem sótt var um stofnframlag fyrir í úthlutuninni voru 156 íbúðir sem dreifast víða um landið. Flestar íbúðirnar voru á Vestfjörðum eða 40 talsins og á Vesturlandi þar sem þær voru einnig 40 talsins. Heildarfjárfesting verkefnanna nemur nærri 5,4 milljörðum króna.

Mynd 1 Myndin sýnir heildarfjölda íbúða sem sótt er um stofnframlög fyrir í hverjum landshluta.

Umsóknir um stofnframlög í 15 verkefnum á landsbyggðinni í úthlutun fyrir árið 2022

Umsóknarfresti um stofnframlög í úthlutun fyrir árið 2022 lauk nýverið og var töluvert af umsóknum sem bárust frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að yfirferð umsóknanna. Stofnframlög eru veitt af hinu opinbera til byggingar eða kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum.

Alls bárust 15 umsóknir fyrir íbúðir í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heildarfjöldi íbúða á landsbyggðinni sem sótt var um stofnframlag fyrir í úthlutuninni voru 156 íbúðir sem dreifast víða um landið. Flestar íbúðirnar voru á Vestfjörðum eða 40 talsins og á Vesturlandi þar sem þær voru einnig 40 talsins. Heildarfjárfesting verkefnanna nemur nærri 5,4 milljörðum króna.

Mynd 1 Myndin sýnir heildarfjölda íbúða sem sótt er um stofnframlög fyrir í hverjum landshluta.

DEILA

Fleiri fréttir

Leigufélagið Bríet og Langanesbyggð í samstarf

Leigufélagið Bríet hefur samþykkt að fara í samstarfsverkefni með Langanesbyggð varðandi uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Langanesbyggðar þar sem fram...

Nemendagarðar á Flateyri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti, í úthlutun stofnframlaga árið 2021, veitingu á stofnframlagi ásamt sérstöku byggðarframlagi fyrir byggingu á nýjum nemendagörðum á Flateyri. Úthlutað var...