Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leiguíbúðum í Grindavík

Fyrr í mánuðinum var tekin fyrsta skóflustungan að 10 nýjum íbúðum í Grindavík. Íbúðirnar eru á vegum Bjarg Íbúðafélag hses. sem fékk úthlutað stofnframlögum til byggingar íbúðanna í úthlutun HMS fyrir árið 2020. Íbúðirnar sem verða staðsettar við Víkurhóp eru ætlaðar til langtímaleigu fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum.

HH smíði í Grindavík mun sjá um byggingu íbúðanna og verður m.a. hún fjármögnuð með stofnframlögum frá ríkinu annars vegar og Grindarvíkurbæ hins vegar. Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár annað hvort til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun sá um stofnframlag ríkisins sem nam 18% af stofnvirði íbúðanna á meðan Grindarvíkurbær veitti 12% stofnframlag.

Húsið samanstendur af 10 íbúðum sem eru allt frá tveggja og upp í fjögurra herbergja. Fermetrafjöldi íbúðanna er á bilinu 54,1-106 m². Bjarg íbúðafélag mun að öðru óbreyttu auglýsa úthlutanir á næstunni og íbúðirnar verða teknar í notkun snemma á næsta ári árið 2023. Nánari upplýsingar um íbúðirnar sem og reglur um úthlutun íbúðanna má finna á heimasíðu Bjarg Íbúðafélags www.bjargibudafelag.is.

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum leiguíbúðum í Grindavík

Fyrr í mánuðinum var tekin fyrsta skóflustungan að 10 nýjum íbúðum í Grindavík. Íbúðirnar eru á vegum Bjarg Íbúðafélag hses. sem fékk úthlutað stofnframlögum til byggingar íbúðanna í úthlutun HMS fyrir árið 2020. Íbúðirnar sem verða staðsettar við Víkurhóp eru ætlaðar til langtímaleigu fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum.

HH smíði í Grindavík mun sjá um byggingu íbúðanna og verður m.a. hún fjármögnuð með stofnframlögum frá ríkinu annars vegar og Grindarvíkurbæ hins vegar. Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár annað hvort til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun sá um stofnframlag ríkisins sem nam 18% af stofnvirði íbúðanna á meðan Grindarvíkurbær veitti 12% stofnframlag.

Húsið samanstendur af 10 íbúðum sem eru allt frá tveggja og upp í fjögurra herbergja. Fermetrafjöldi íbúðanna er á bilinu 54,1-106 m². Bjarg íbúðafélag mun að öðru óbreyttu auglýsa úthlutanir á næstunni og íbúðirnar verða teknar í notkun snemma á næsta ári árið 2023. Nánari upplýsingar um íbúðirnar sem og reglur um úthlutun íbúðanna má finna á heimasíðu Bjarg Íbúðafélags www.bjargibudafelag.is.

DEILA

Fleiri fréttir

Reykhólahreppur verður hluthafi í Leigufélaginu Bríeti

Þann 1. júlí s.l. bættist Reykhólahreppur í hluthafahóp Leigufélagsins Bríetar ehf. með því að leggja inn í félagið íbúðir sem voru í eigu sveitarfélagsins....

Brák hses. fær afhentar fyrstu íbúðirnar

Húsnæðissjálfseignarstofnunin Brák fékk afhentar fyrstu íbúðirnar á dögunum. Íbúðirnar eru fimm talsins og standa við Þjóðbraut á Akranesi, þeim til viðbótar munu svo bætast...