Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi

Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi einkennist af nokkuð minni virkni en í öðrum landshlutum sé tekið mið af fjölda íbúða á svæðinu. Um 10.850 íbúar búa á Austurlandi í 4.631 íbúðum. Það búa því um 2,34 íbúar í hverri íbúð sem er svipað og á Suðurlandi en nokkuð lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Stærstu byggðarkjarnarnir eru Egilsstaðir með um 2.600 íbúa og svo Neskaupsstaður og Reyðarfjörður með um 1.400 íbúa hvor.

Íbúðaverð á Austurlandi hefur hækkað um 36% umfram almennt verðlag frá því í ársbyrjun 2014. Þótt það sé minna en í flestum öðrum landshlutum þá getur þetta verið mjög jákvæð og þörf breyting því með hærra fasteignaverði fer þeim tilfellum fjölgandi þar sem það getur borgað sig að byggja nýjar íbúðir. Lítill hvati er til að byggja ef fasteignaverð er undir byggingarkostnaði. Þá er einnig auðveldara að fá lánsfjármögnun ef að virkni á fasteignamarkaði er mikil.

Á Austurlandi er meðalfermetraverð á sérbýlum um 225 þ.kr. og mælist það aðeins lægra á Vestfjörðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur hins vegar hækkað nokkuð umfram Austurland á undanförnum árum og því fer munurinn á þessum tveimur landshlutum minnkandi. Þeir landshlutar þar sem meðalfermetraverð á sérbýlum er hærra en 300 þ.kr. innihalda allir stærri byggðarkjarna en eru á Austurlandi. Almennt er fasteignaverð hærra eftir því sem byggðarkjarnar eru stærri eða eru nærri stærri byggðarkjörnum.

Ólíkt flestum öðrum landshlutum hafa umsvif á fasteignamarkaðinum haldist nokkuð stöðug á undanförnum árum sé litið fram hjá niðursveiflunni sem átti sér stað árið 2009 og átti við landið allt. Árin 2006-2007 einkenndust af miklum vexti og umsvif á fasteignamarkaði eftir því. Á síðasta ári seldust 256 íbúðir á Austurlandi sem er um 5,6% af íbúðarstokknum á svæðinu en til samanburðar var hlutfallið um 8,7% fyrir landið í heild.

Meðalsölutími fasteigna á Austurlandi hefur farið lækkandi á undanförnum árum líkt og á landinu öllu. Fasteignamarkaðurinn hefur hann verið nokkuð líflegur upp á síðkastið þar sem meðalsölutími íbúða er nú um 120 dagar en var nærri 270 dagar í upphafi árs. Fjöldi samninga er fremur lítill og því eru nokkuð miklar sveiflur í mælingum. Meðalsölutíminn á Austurlandi hefur yfirleitt mælst lengri en meðaltalið fyrir landsbyggðinna í heild en þar er meðalsölutíminn um 60 dagar.

Byggingamarkaðurinn hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár eftir að töluvert mikið var byggt af nýjum íbúðum á árunum 2004-2007 en þess má geta að álverið á Reyðafirði hóf framleiðslu árið 2007 og hófst uppbygging á Kárahnjúkavirkjun nokkrum árum þar á undan. Í kjölfar efnahagskrísunnar dróg verulega úr íbúðauppbyggingu en á árunum 2011-2017 voru aðeins byggðar 2-5 íbúðir á ári. Síðan þá hefur aðeins tekið að birta til og það sem af er þessu ári er nú þegar búið að byggja 25 íbúðir. Nokkur opinber úrræði hafa nýst á Austurlandi en þar má nefna íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með stofnframlögum og íbúðir í samstarfsverkefnum leigufélagsins Bríetar.

Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi

Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi einkennist af nokkuð minni virkni en í öðrum landshlutum sé tekið mið af fjölda íbúða á svæðinu. Um 10.850 íbúar búa á Austurlandi í 4.631 íbúðum. Það búa því um 2,34 íbúar í hverri íbúð sem er svipað og á Suðurlandi en nokkuð lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Stærstu byggðarkjarnarnir eru Egilsstaðir með um 2.600 íbúa og svo Neskaupsstaður og Reyðarfjörður með um 1.400 íbúa hvor.

Íbúðaverð á Austurlandi hefur hækkað um 36% umfram almennt verðlag frá því í ársbyrjun 2014. Þótt það sé minna en í flestum öðrum landshlutum þá getur þetta verið mjög jákvæð og þörf breyting því með hærra fasteignaverði fer þeim tilfellum fjölgandi þar sem það getur borgað sig að byggja nýjar íbúðir. Lítill hvati er til að byggja ef fasteignaverð er undir byggingarkostnaði. Þá er einnig auðveldara að fá lánsfjármögnun ef að virkni á fasteignamarkaði er mikil.

Á Austurlandi er meðalfermetraverð á sérbýlum um 225 þ.kr. og mælist það aðeins lægra á Vestfjörðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur hins vegar hækkað nokkuð umfram Austurland á undanförnum árum og því fer munurinn á þessum tveimur landshlutum minnkandi. Þeir landshlutar þar sem meðalfermetraverð á sérbýlum er hærra en 300 þ.kr. innihalda allir stærri byggðarkjarna en eru á Austurlandi. Almennt er fasteignaverð hærra eftir því sem byggðarkjarnar eru stærri eða eru nærri stærri byggðarkjörnum.

Ólíkt flestum öðrum landshlutum hafa umsvif á fasteignamarkaðinum haldist nokkuð stöðug á undanförnum árum sé litið fram hjá niðursveiflunni sem átti sér stað árið 2009 og átti við landið allt. Árin 2006-2007 einkenndust af miklum vexti og umsvif á fasteignamarkaði eftir því. Á síðasta ári seldust 256 íbúðir á Austurlandi sem er um 5,6% af íbúðarstokknum á svæðinu en til samanburðar var hlutfallið um 8,7% fyrir landið í heild.

Meðalsölutími fasteigna á Austurlandi hefur farið lækkandi á undanförnum árum líkt og á landinu öllu. Fasteignamarkaðurinn hefur hann verið nokkuð líflegur upp á síðkastið þar sem meðalsölutími íbúða er nú um 120 dagar en var nærri 270 dagar í upphafi árs. Fjöldi samninga er fremur lítill og því eru nokkuð miklar sveiflur í mælingum. Meðalsölutíminn á Austurlandi hefur yfirleitt mælst lengri en meðaltalið fyrir landsbyggðinna í heild en þar er meðalsölutíminn um 60 dagar.

Byggingamarkaðurinn hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár eftir að töluvert mikið var byggt af nýjum íbúðum á árunum 2004-2007 en þess má geta að álverið á Reyðafirði hóf framleiðslu árið 2007 og hófst uppbygging á Kárahnjúkavirkjun nokkrum árum þar á undan. Í kjölfar efnahagskrísunnar dróg verulega úr íbúðauppbyggingu en á árunum 2011-2017 voru aðeins byggðar 2-5 íbúðir á ári. Síðan þá hefur aðeins tekið að birta til og það sem af er þessu ári er nú þegar búið að byggja 25 íbúðir. Nokkur opinber úrræði hafa nýst á Austurlandi en þar má nefna íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með stofnframlögum og íbúðir í samstarfsverkefnum leigufélagsins Bríetar.

DEILA

Fleiri fréttir

Breyta gömlu bæjarskrifstofunum í hagkvæmar íbúðir

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samvinnu við fjölgun nýrra íbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið sem...

Brák og Bríet fjölga leiguíbúðum á Siglufirði

Brák íbúðafélag og Leigufélagið Bríet í samstarfi við Fjallabyggð og Verkstjórn ehf. hafa hafið byggingu á samtals 15 íbúðum í þremur fjölbýlishúsum á Siglufirði....