Búðardalur – hluti af aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma.

Þá var tekin fyrsta skóflustungan að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir.

Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Fór hann sérstaklega yfir aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs en Dalabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem valið var til þátttöku í verkefninu.

„Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritunina
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritunina

Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins. Samhliða því hefur félags- og barnamálaráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á almennum íbúðum sem tryggir að hægt verður að veita slíkt viðbótarframlag á fleiri landsvæðum þar sem misvægi byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúða er til staðar.

Búðardalur – hluti af aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma.

Þá var tekin fyrsta skóflustungan að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir.

Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. Fór hann sérstaklega yfir aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs en Dalabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem valið var til þátttöku í verkefninu.

„Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritunina
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritunina

Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins. Samhliða því hefur félags- og barnamálaráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á almennum íbúðum sem tryggir að hægt verður að veita slíkt viðbótarframlag á fleiri landsvæðum þar sem misvægi byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúða er til staðar.

DEILA

Fleiri fréttir

Þelamörk: Breyta heimavistinni í íbúðarhúsnæði

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit. Fyrsti þáttur...

Breyta gömlu bæjarskrifstofunum í hagkvæmar íbúðir

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samvinnu við fjölgun nýrra íbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið sem...