Fyrsta skóflustungan tekin að námsmannaíbúðum á Flateyri

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku á dögunum sameiginlega fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans.

Lýðskólinn fékk úthlutað stofnframlögum frá HMS og Ísafjarðarbæ í úthlutun framlaganna fyrir árið 2021. Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár annað hvort til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Verkefninu var einnig veitt sérstakt byggðaframlag sem er viðbótarframlag við stofnframlögin. Sérstöku byggðaframlagi er ætlað svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs.

Húsið sem mun rísa við Hafnarstræti 29 mun innihalda fjórtán stúdíóíbúðir auk sameiginlegra rýma fyrir nemendur skólans. Það voru Yrki arkitektar sem hönnuðu húsið með það að markmiði að það félli vel að núverandi götumynd og yrði hluti af ásýnd þorpsins. Húsið verður reist úr forsteyptum einingum og einangrað og klætt að utan með álbáru. Áætlað er að íbúðirnar verði teknar í notkun um næstu áramót og verður þetta fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á Flateyri í um 25 ár.

Fyrsta skóflustungan tekin að námsmannaíbúðum á Flateyri

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku á dögunum sameiginlega fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans.

Lýðskólinn fékk úthlutað stofnframlögum frá HMS og Ísafjarðarbæ í úthlutun framlaganna fyrir árið 2021. Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár annað hvort til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði í þeim tilgangi að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Verkefninu var einnig veitt sérstakt byggðaframlag sem er viðbótarframlag við stofnframlögin. Sérstöku byggðaframlagi er ætlað svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs.

Húsið sem mun rísa við Hafnarstræti 29 mun innihalda fjórtán stúdíóíbúðir auk sameiginlegra rýma fyrir nemendur skólans. Það voru Yrki arkitektar sem hönnuðu húsið með það að markmiði að það félli vel að núverandi götumynd og yrði hluti af ásýnd þorpsins. Húsið verður reist úr forsteyptum einingum og einangrað og klætt að utan með álbáru. Áætlað er að íbúðirnar verði teknar í notkun um næstu áramót og verður þetta fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á Flateyri í um 25 ár.

DEILA

Fleiri fréttir

Íbúðir í byggingu um allt land

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Samtök iðnaðarins (SI) stóðu saman að talningu íbúða í byggingu á landinu öllu sem hófst um miðjan ágúst sl....

Brák hses. stofnuð af sveitarfélögum á landsbyggðinni

Síðasta haust lagði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fram tillögu um hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem sveitarfélög á landsbyggðinni myndu sameinast um uppbyggingu og...