Hlutdeildarlán á landsbyggðinni

Hlutdeildarlán er úrræði stjórnvalda sem ætlað er til þess að hjálpa tekju- og eignalágum að komast inn á íbúðamarkaðinn. Ekki allar íbúðir geta talist hlutdeildarlánsíbúðir en lánin eru einungis veitt til kaupa á nýjum eignum sem eru samþykktar af HMS út frá samningi við byggingaraðila. Eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur miklar endurbætur getur þó talist hlutdeildarlánsíbúð en HMS setur ákveðin skilyrði um verð- og stærðarmörk á íbúðunum. Til þess að geta fengið hlutdeildarlán þarf umsækjandi að vera undir vissum tekjumörkum og má ekki hafa átt íbúð undangengin fimm ár. Vanalega þurfa fyrstu kaupendur að leggja útborgun sem nemur u.þ.b. 15% af kaupverði íbúðar. Í tilfelli hlutdeildarlána eiga tilvonandi kaupendur greiðari leið inn á íbúðamarkaðinn þar sem þeir leggja til 5% af kaupverði íbúðar og fá hlutdeildarlán hjá HMS sem nemur allt að 20% af kaupverði íbúðarinnar. Hlutdeildarlánið ber enga vexti eða afborganir og er veitt til 10 ára í senn með heimild til framlengingar. Lánið kemur til endurgreiðslu þegar fasteignin er seld en upphæð þess breytist með verði íbúðarinnar.

Frá því að opnað var fyrir umsóknir um hlutdeildarlán þann 1. nóvember árið 2020 hefur HMS afgreitt 704 umsóknir og þar af hafa 575 umsóknir verið samþykktar. Fjöldi umsókna hefur skipst nokkurn vegin jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar þó umsóknir til kaupa á íbúðum á landsbyggðinni hafi verið eilítið fleiri er munurinn einungis rúm 5 prósentustig. Ef litið er til fjölda samþykktra umsókna þá eykst munurinn lítið þar sem fjöldi samþykktra umsókna á landsbyggðinni er rúmlega 6 prósentustigum fleiri en á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd 1 Myndin sýnir skiptingu á fjölda umsókna á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Einnig sömu skiptingu fyrir samþykktar umsóknir.

Nú þegar hefur úrræðið nýst fjölmörgum og hafa verið greidd út 315 lán af þeim 575 umsóknum sem hafa verið samþykktar. Þar af er stærsta hlutfall af útgreiddum hlutdeildarlánum á höfuðborgarsvæðinu eða 41% en Suðurnes fylgja á eftir með 26,3%.

Af landsbyggðinni hafa lánveitingar verið hæstar á Suðurnesjunum eða sem nemur um 675 m.kr. Norðausturland fylgir fast á eftir þar sem lánveitingar hafa verið samtals um 353 m.kr.

Frá upphafi hefur HMS lánað 1,2 milljarða í hlutdeildarlán á höfuðborgarsvæðinu, um 900 m.kr. í nágrenni þess og 400 m.kr. á önnur svæði á landsbyggðinni. 45,6% af fjármagni hlutdeildarlána fór til höfuðborgarsvæðisins, 38,5% til nágrennis þess og 15,6% á landsbyggð.[1]

Mynd 2 Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu á fjárhæð á útgreiddum hlutdeildarlánum eftir landshlutum.

[1] Nágrenni höfuðborgarsvæðisins samanstendur af eftirfarandi sveitarfélögum: Akraneskaupstaður, Grindavíkurbær, Hveragerðisbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær,  Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Vogar og Sveitarfélagið Ölfus.

Hlutdeildarlán á landsbyggðinni

Hlutdeildarlán er úrræði stjórnvalda sem ætlað er til þess að hjálpa tekju- og eignalágum að komast inn á íbúðamarkaðinn. Ekki allar íbúðir geta talist hlutdeildarlánsíbúðir en lánin eru einungis veitt til kaupa á nýjum eignum sem eru samþykktar af HMS út frá samningi við byggingaraðila. Eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur miklar endurbætur getur þó talist hlutdeildarlánsíbúð en HMS setur ákveðin skilyrði um verð- og stærðarmörk á íbúðunum. Til þess að geta fengið hlutdeildarlán þarf umsækjandi að vera undir vissum tekjumörkum og má ekki hafa átt íbúð undangengin fimm ár. Vanalega þurfa fyrstu kaupendur að leggja útborgun sem nemur u.þ.b. 15% af kaupverði íbúðar. Í tilfelli hlutdeildarlána eiga tilvonandi kaupendur greiðari leið inn á íbúðamarkaðinn þar sem þeir leggja til 5% af kaupverði íbúðar og fá hlutdeildarlán hjá HMS sem nemur allt að 20% af kaupverði íbúðarinnar. Hlutdeildarlánið ber enga vexti eða afborganir og er veitt til 10 ára í senn með heimild til framlengingar. Lánið kemur til endurgreiðslu þegar fasteignin er seld en upphæð þess breytist með verði íbúðarinnar.

Frá því að opnað var fyrir umsóknir um hlutdeildarlán þann 1. nóvember árið 2020 hefur HMS afgreitt 704 umsóknir og þar af hafa 575 umsóknir verið samþykktar. Fjöldi umsókna hefur skipst nokkurn vegin jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar þó umsóknir til kaupa á íbúðum á landsbyggðinni hafi verið eilítið fleiri er munurinn einungis rúm 5 prósentustig. Ef litið er til fjölda samþykktra umsókna þá eykst munurinn lítið þar sem fjöldi samþykktra umsókna á landsbyggðinni er rúmlega 6 prósentustigum fleiri en á höfuðborgarsvæðinu.

Mynd 1 Myndin sýnir skiptingu á fjölda umsókna á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Einnig sömu skiptingu fyrir samþykktar umsóknir.

Nú þegar hefur úrræðið nýst fjölmörgum og hafa verið greidd út 315 lán af þeim 575 umsóknum sem hafa verið samþykktar. Þar af er stærsta hlutfall af útgreiddum hlutdeildarlánum á höfuðborgarsvæðinu eða 41% en Suðurnes fylgja á eftir með 26,3%.

Af landsbyggðinni hafa lánveitingar verið hæstar á Suðurnesjunum eða sem nemur um 675 m.kr. Norðausturland fylgir fast á eftir þar sem lánveitingar hafa verið samtals um 353 m.kr.

Frá upphafi hefur HMS lánað 1,2 milljarða í hlutdeildarlán á höfuðborgarsvæðinu, um 900 m.kr. í nágrenni þess og 400 m.kr. á önnur svæði á landsbyggðinni. 45,6% af fjármagni hlutdeildarlána fór til höfuðborgarsvæðisins, 38,5% til nágrennis þess og 15,6% á landsbyggð.[1]

Mynd 2 Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu á fjárhæð á útgreiddum hlutdeildarlánum eftir landshlutum.

[1] Nágrenni höfuðborgarsvæðisins samanstendur af eftirfarandi sveitarfélögum: Akraneskaupstaður, Grindavíkurbær, Hveragerðisbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær,  Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Vogar og Sveitarfélagið Ölfus.

DEILA

Fleiri fréttir

Ætla að fjölga íbúðum á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf þess efnis að leita leiða í að fjölga íbúðum og efla...

Afhending íbúða á Húsavík

Búfesti hsf. afhenti á dögunum nýjum íbúum fyrstu íbúðirnar í nýju raðhúsi við Grundargarð á Húsavík. Búfesti hefur verið með í byggingu 12 íbúðir...