Nýr íbúðakjarni í Ólafsvík

Í júní mánuði árið 2020 samþykkti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun f.h. ríkisins að veita Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga stofn- og sérstakt byggðaframlag fyrir byggingu á  íbúðakjarna með 5 íbúðum fyrir fatlað fólk. Samþykkt framlög ríkisins námu samtals 30% af samþykktum stofnkostnaði verkefnisins, en hluti framlagsins kom frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem heldur utan um lögbundinn sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna.

Íbúðakjarninn sem er við Ólafsbraut 62-64 í Ólafsvík er alls 440 fermetrar og er með sérinngangi og starfsmannaaðstöðu. Íbúðirnar eru 54-56 fermetrar að stærð og samanstanda af svefnherbergi, stóru baðherbergi, geymslu, þvottarými og alrými með eldhúskróki. Allar íbúðirnar eru hluti af einni byggingu með aðalinngangi og er aðgengi að íbúðunum í gegnum sameiginlega tengibyggingu. Að svo stöddu hefur sveitarfélagið fengið húsnæðið afhent og er viðbúið að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs þegar búið er að fylla í helstu stöðugildi.

Nýr íbúðakjarni í Ólafsvík

Í júní mánuði árið 2020 samþykkti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun f.h. ríkisins að veita Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga stofn- og sérstakt byggðaframlag fyrir byggingu á  íbúðakjarna með 5 íbúðum fyrir fatlað fólk. Samþykkt framlög ríkisins námu samtals 30% af samþykktum stofnkostnaði verkefnisins, en hluti framlagsins kom frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Byggðasamlag sveitarfélaganna Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar rekur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem heldur utan um lögbundinn sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna.

Íbúðakjarninn sem er við Ólafsbraut 62-64 í Ólafsvík er alls 440 fermetrar og er með sérinngangi og starfsmannaaðstöðu. Íbúðirnar eru 54-56 fermetrar að stærð og samanstanda af svefnherbergi, stóru baðherbergi, geymslu, þvottarými og alrými með eldhúskróki. Allar íbúðirnar eru hluti af einni byggingu með aðalinngangi og er aðgengi að íbúðunum í gegnum sameiginlega tengibyggingu. Að svo stöddu hefur sveitarfélagið fengið húsnæðið afhent og er viðbúið að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs þegar búið er að fylla í helstu stöðugildi.

DEILA

Fleiri fréttir

Umsóknir um stofnframlög í 9 sveitarfélögum á landsbyggðinni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að yfirferð umsókna um stofnframlög fyrir árið 2021. Stofnframlög eru veitt af hinu opinbera til bygginga eða kaupa á hagkvæmum...

Leigufélagið Bríet auglýsir eftir byggingaraðilum til samstarfs

Leigufélagið Bríet hefur hafið samstarf við sveitarfélögin í landinu og ætlar að koma að íbúðauppbyggingu víðsvegar á landsbyggðinni. Bríet hefur auglýst eftir byggingaraðilum til...