Nýjar leiguíbúðir afhentar á Egilsstöðum

Brák íbúðafélag hses. fékk afhent á dögunum 10 nýjar leiguíbúðir á Egilsstöðum. Framkvæmdum lauk á dögunum, en verktakafyrirtækið Esjuslóð ehf. sá um að ljúka frágangi íbúðanna. Íbúðirnar eru nú þegar flestar komnar í útleigu en þær eru sérstaklega áætlaðar fyrir tekju- og eignaminna fólk á vinnumarkaði. Fjármögnun verkefnisins var unnin með stuðningi stofnframlaga ríkis og sveitarfélags ásamt leiguíbúðaláni frá HMS sem var greitt út meðan á framkvæmdum stóð.

Auk þess hefur Brák þegar hafið undirbúning að byggingu fleiri íbúða á Egilsstöðum. Félagið hefur fengið samþykkt stofnframlög fyrir 10 íbúðum til viðbótar, sem munu styrkja leigumarkaðinn á Austurlandi enn frekar.

Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Nýjar leiguíbúðir afhentar á Egilsstöðum

Brák íbúðafélag hses. fékk afhent á dögunum 10 nýjar leiguíbúðir á Egilsstöðum. Framkvæmdum lauk á dögunum, en verktakafyrirtækið Esjuslóð ehf. sá um að ljúka frágangi íbúðanna. Íbúðirnar eru nú þegar flestar komnar í útleigu en þær eru sérstaklega áætlaðar fyrir tekju- og eignaminna fólk á vinnumarkaði. Fjármögnun verkefnisins var unnin með stuðningi stofnframlaga ríkis og sveitarfélags ásamt leiguíbúðaláni frá HMS sem var greitt út meðan á framkvæmdum stóð.

Auk þess hefur Brák þegar hafið undirbúning að byggingu fleiri íbúða á Egilsstöðum. Félagið hefur fengið samþykkt stofnframlög fyrir 10 íbúðum til viðbótar, sem munu styrkja leigumarkaðinn á Austurlandi enn frekar.

Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

DEILA

Fleiri fréttir

Drangsnes: Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýbyggðar íbúðir

Leigufélagið Bríet fékk í gær afhentar tvær íbúðir þegar Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Leigufélagsins Bríetar og Finnur Ólafsson oddviti Kaldrananeshrepps skrifuðu undir samning um kaup...

Brák íbúðafélag hses. leitar að byggingaraðilum til samstarfs

Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera...