Leigufélagið Bríet hefur samþykkt að fara í samstarfsverkefni með Langanesbyggð varðandi uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Langanesbyggðar þar sem fram kemur að þörf sé á 2-3 íbúðum á ári næstu 4 árin eða 11 íbúðum fram til 2025. Þá metur sveitarfélagið að núverandi framboð íbúða sé ekki nægt til þess að tryggja eðlilega framþróun sveitarfélagsins. Lítið hefur verið byggt af nýjum íbúðum í sveitarfélaginu undanfarna áratugi en samkvæmt húsnæðisáætlun Langanesbyggðar er sérstaklega þörf á að auka framboð af leiguíbúðum. Næstu skref í samstarfsverkefninu er að eiga samtöl við áhugasama verktaka um byggingu íbúða í Þórshöfn.
Leigufélagið Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og nokkurra sveitarfélaga. Bríet er rekið án hagnaðarsjónarmiða og leggur sérstaka áherslu á uppbyggingu og að auka aðgengi að leiguíbúðum á þar sem þörf er á.
Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar er hægt að lesa hér.