Markmið Bríetar er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu. Langtímamarkmið Bríetar er að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, stofnað af norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónamiða.
Leigufélagið Bríet leggur áherslu á rekstur og útleiga á íbúðum til lengri tíma, byggingar, kaup og sölu íbúðarhúsnæðis til að viðhalda og auka umsvif félagsins, auk umsýslu og endurbóta fasteigna ásamt lánastarfsemi og öðrum verkefnum er tengjast starfsemi félagsins.
Bríet býður fjölbreytta húsnæðiskosti út um allt land og telur eignasafn félagsins um 250 fasteignir í 38 sveitarfélögum sem eru nú þegar í útleigu.
Sjá nánar á www.briet.is