Drangsnes: Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýbyggðar íbúðir

Leigufélagið Bríet fékk í gær afhentar tvær íbúðir þegar Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Leigufélagsins Bríetar og Finnur Ólafsson oddviti Kaldrananeshrepps skrifuðu undir samning um kaup Bríetar á íbúðunum tveimur sem eru í nýbyggðu parhúsi á Drangsnesi. Bríet kaupir íbúðirnar fullbúnar af sveitarfélaginu sem sá um byggingu þeirra. Með kaupunum er stuðlað að aðgengi að íbúðum til langtímaleigu, en vöntun hefur verið að slíkum íbúðum í nokkurn tíma í sveitarfélaginu.

Leigufélagið Bríet sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er sjálfstætt starfandi leigufélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða að norrænni fyrirmynd, var stofnað til þess að stuðla að uppbyggingu og styrkja leigumarkað með sérstaka áherslu á landsbyggðina.

Viðstaddir afhendinguna voru einnig Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra ásamt öðrum fulltrúum Bríetar og væntanlegum leigjendum íbúðanna sem jafnframt fengu afhenta lyklana að nýju heimili sínu.

Drangsnes: Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýbyggðar íbúðir

Leigufélagið Bríet fékk í gær afhentar tvær íbúðir þegar Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Leigufélagsins Bríetar og Finnur Ólafsson oddviti Kaldrananeshrepps skrifuðu undir samning um kaup Bríetar á íbúðunum tveimur sem eru í nýbyggðu parhúsi á Drangsnesi. Bríet kaupir íbúðirnar fullbúnar af sveitarfélaginu sem sá um byggingu þeirra. Með kaupunum er stuðlað að aðgengi að íbúðum til langtímaleigu, en vöntun hefur verið að slíkum íbúðum í nokkurn tíma í sveitarfélaginu.

Leigufélagið Bríet sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er sjálfstætt starfandi leigufélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða að norrænni fyrirmynd, var stofnað til þess að stuðla að uppbyggingu og styrkja leigumarkað með sérstaka áherslu á landsbyggðina.

Viðstaddir afhendinguna voru einnig Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra ásamt öðrum fulltrúum Bríetar og væntanlegum leigjendum íbúðanna sem jafnframt fengu afhenta lyklana að nýju heimili sínu.

DEILA

Fleiri fréttir

Leigufélagið Bríet og sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps og Leigufélagið Bríet stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Þórshöfn og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili...

Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi

Fasteignamarkaðurinn á Austurlandi einkennist af nokkuð minni virkni en í öðrum landshlutum sé tekið mið af fjölda íbúða á svæðinu. Um 10.850 íbúar búa...