Nýjar íbúðir fyrir aldraða á Seyðisfirði

Brák íbúðafélag hses. hefur lokið við uppbyggingu nýrra leiguíbúða við Lækjargötu 2 á Seyðisfirði sem ætlaðar eru íbúum 60 ára og eldri. Um er að ræða átta íbúða hús á einni hæð með samkomusal í miðrými þar sem áhersla er lögð á félagslegt umhverfi og aðgengi að hentugu húsnæði fyrir eldri íbúa samfélagsins.

Í húsinu verða tvær tveggja herbergja íbúðir, um 54 m² að stærð, fjórar þriggja herbergja íbúðir um 79 m² og tvær fjögurra herbergja íbúðir um 94 m². Brák íbúðafélag hefur auglýst íbúðirnar til leigu á heimasíðu sinni. Áætlað er að afhending fari fram í upphafi næsta mánaðar.

Verkefnið fékk úthlutað stofnframlögum árið 2023 og er fjármagnað með stofnframlögum frá ríkinu og Múlaþingi ásamt sérstöku byggðarframlagi. Sérstaka byggðaframlaginu er ætlað að mæta misvægi á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og stuðla að uppbyggingu íbúða á kaldari markaðssvæðum þar sem skortur er á leiguíbúðum og uppbygging íbúða hefur verið í lágmarki. Íbúðirnar eru einnig fjármagnaðar með leiguíbúðaláni frá HMS.

Brák íbúðafélag er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur það að markmiði að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum öruggt húsnæði til langtímaleigu. Félagið byggir eða kaupir íbúðir, á þær og annast rekstur og viðhald. Í dag eru 35 sveitarfélög aðilar að félaginu og eru rúmlega 300 íbúðir annað hvort komnar í útleigu eða í undirbúningi.

 

Nýjar íbúðir fyrir aldraða á Seyðisfirði

Brák íbúðafélag hses. hefur lokið við uppbyggingu nýrra leiguíbúða við Lækjargötu 2 á Seyðisfirði sem ætlaðar eru íbúum 60 ára og eldri. Um er að ræða átta íbúða hús á einni hæð með samkomusal í miðrými þar sem áhersla er lögð á félagslegt umhverfi og aðgengi að hentugu húsnæði fyrir eldri íbúa samfélagsins.

Í húsinu verða tvær tveggja herbergja íbúðir, um 54 m² að stærð, fjórar þriggja herbergja íbúðir um 79 m² og tvær fjögurra herbergja íbúðir um 94 m². Brák íbúðafélag hefur auglýst íbúðirnar til leigu á heimasíðu sinni. Áætlað er að afhending fari fram í upphafi næsta mánaðar.

Verkefnið fékk úthlutað stofnframlögum árið 2023 og er fjármagnað með stofnframlögum frá ríkinu og Múlaþingi ásamt sérstöku byggðarframlagi. Sérstaka byggðaframlaginu er ætlað að mæta misvægi á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og stuðla að uppbyggingu íbúða á kaldari markaðssvæðum þar sem skortur er á leiguíbúðum og uppbygging íbúða hefur verið í lágmarki. Íbúðirnar eru einnig fjármagnaðar með leiguíbúðaláni frá HMS.

Brák íbúðafélag er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur það að markmiði að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum öruggt húsnæði til langtímaleigu. Félagið byggir eða kaupir íbúðir, á þær og annast rekstur og viðhald. Í dag eru 35 sveitarfélög aðilar að félaginu og eru rúmlega 300 íbúðir annað hvort komnar í útleigu eða í undirbúningi.

 

DEILA

Fleiri fréttir

Búðardalur – hluti af aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal....

Byggja parhús við Stórutjarnir í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum árið 2019 til byggingar á tveimur íbúðum og var fyrsta skóflustungan tekin að íbúðunum þann 30. október sl....