Nemendagarðar á Flateyri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti, í úthlutun stofnframlaga árið 2021, veitingu á stofnframlagi ásamt sérstöku byggðarframlagi fyrir byggingu á nýjum nemendagörðum á Flateyri. Úthlutað var sérstöku byggðaframlagi til viðbótar við 18% stofnframlag ríkisins en það er ætlað svæðum þar sem er skortur á íbúðum á leigumarkaði eða þar sem bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi á milli byggingakostnaðar og markaðsverðs íbúðahúsnæðis.

Um er að ræða tvö samtengd hús við Hafnarstræti sem munu innihalda fjórtán stúdíóíbúðir fyrir námsmenn auk sameiginlegs rýmis með eldhúsi sem tengir húsin saman. Nemendagarðarnir verða fyrsta nýbygging á eyrinni í yfir tuttugu ár. Húsin verða byggð úr forsmíðuðum einingum og er stefnt á að taka íbúðirnar í notkun haustið 2022.

Mikil aðsókn er í nám við Lýðskólann á Flateyri og því er uppbygging nemendaíbúða mjög mikilvæg á þessum tímapunkti. Síðasta haust þurfti Lýðskólinn að hafna fleirum en teknir voru inn en með auknu framboði á nemendaíbúðum mun skólinn geta tekið inn fleiri nemendur í skólann.

Nemendagarðar á Flateyri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti, í úthlutun stofnframlaga árið 2021, veitingu á stofnframlagi ásamt sérstöku byggðarframlagi fyrir byggingu á nýjum nemendagörðum á Flateyri. Úthlutað var sérstöku byggðaframlagi til viðbótar við 18% stofnframlag ríkisins en það er ætlað svæðum þar sem er skortur á íbúðum á leigumarkaði eða þar sem bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi á milli byggingakostnaðar og markaðsverðs íbúðahúsnæðis.

Um er að ræða tvö samtengd hús við Hafnarstræti sem munu innihalda fjórtán stúdíóíbúðir fyrir námsmenn auk sameiginlegs rýmis með eldhúsi sem tengir húsin saman. Nemendagarðarnir verða fyrsta nýbygging á eyrinni í yfir tuttugu ár. Húsin verða byggð úr forsmíðuðum einingum og er stefnt á að taka íbúðirnar í notkun haustið 2022.

Mikil aðsókn er í nám við Lýðskólann á Flateyri og því er uppbygging nemendaíbúða mjög mikilvæg á þessum tímapunkti. Síðasta haust þurfti Lýðskólinn að hafna fleirum en teknir voru inn en með auknu framboði á nemendaíbúðum mun skólinn geta tekið inn fleiri nemendur í skólann.

DEILA

Fleiri fréttir

Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög þar sem umsóknarfrestur er til og með 24. október 2021. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutar stofnframlögum til...

Leigufélagið Bríet og Langanesbyggð í samstarf

Leigufélagið Bríet hefur samþykkt að fara í samstarfsverkefni með Langanesbyggð varðandi uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Langanesbyggðar þar sem fram...