Afhending íbúða á Húsavík

Búfesti hsf. afhenti á dögunum nýjum íbúum fyrstu íbúðirnar í nýju raðhúsi við Grundargarð á Húsavík. Búfesti hefur verið með í byggingu 12 íbúðir í tveimur raðhúsum og stendur nú til að afhenda íbúðirnar úr fyrsta húsinu á allra næstu dögum en áætlað er að íbúðirnar úr síðara húsinu verði tilbúnar til afhendingar í lok árs. Íbúðirnar eru um 100 m² hver með þremur svefnherbergjum og eru þær sem fyrr segir í raðhúsum á tveimur hæðum sem er byggt úr forsmíðuðum timbureiningum.

Íbúðirnar eru hluti af tilraunaverkefni HMS sem hafði það markmið að fanga mismunandi áskoranir sveitarfélaga í húsnæðismálum og móta lausnir í þeim tilgangi að stuðla að eðlilegum framgangi sveitarfélaga á landsbyggðinni með uppbyggingu íbúða um allt land. Íbúðirnar voru fjármagnaðar með landsbyggðarlánum frá HMS sem er lánaflokkur sem varð til úr tilraunaverkefninu.

Sjá meira um landsbyggðarlán hér.

Afhending íbúða á Húsavík

Búfesti hsf. afhenti á dögunum nýjum íbúum fyrstu íbúðirnar í nýju raðhúsi við Grundargarð á Húsavík. Búfesti hefur verið með í byggingu 12 íbúðir í tveimur raðhúsum og stendur nú til að afhenda íbúðirnar úr fyrsta húsinu á allra næstu dögum en áætlað er að íbúðirnar úr síðara húsinu verði tilbúnar til afhendingar í lok árs. Íbúðirnar eru um 100 m² hver með þremur svefnherbergjum og eru þær sem fyrr segir í raðhúsum á tveimur hæðum sem er byggt úr forsmíðuðum timbureiningum.

Íbúðirnar eru hluti af tilraunaverkefni HMS sem hafði það markmið að fanga mismunandi áskoranir sveitarfélaga í húsnæðismálum og móta lausnir í þeim tilgangi að stuðla að eðlilegum framgangi sveitarfélaga á landsbyggðinni með uppbyggingu íbúða um allt land. Íbúðirnar voru fjármagnaðar með landsbyggðarlánum frá HMS sem er lánaflokkur sem varð til úr tilraunaverkefninu.

Sjá meira um landsbyggðarlán hér.

DEILA

Fleiri fréttir

Brák íbúðafélag hses. leitar að byggingaraðilum til samstarfs

Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera...

Opið fyrir umsóknir um stofnframlög

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025. Stofnframlögin eru veitt til samfélagssinnaðra leigusala til að byggja eða kaupa almennar leiguíbúðir...