Byggja parhús við Stórutjarnir í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum árið 2019 til byggingar á tveimur íbúðum og var fyrsta skóflustungan tekin að íbúðunum þann 30. október sl.
Íbúðirnar verða í parhús við Melgötu 6 við Stórutjarnir og verða þær þriggja herbergja um 80 m2. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. hafa tekið ákvörðun um að íbúðirnar verða í húsi sem verði Svansvottað og þar með fyrstu húsin utan höfuðborgarsvæðisins með slíka vottun. Svansvottun er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og er meginmarkmiðið með vottuninni að draga úr umhverfisáhrifum í byggingu og rekstri íbúðnna.
Gert er ráð fyrr að íbúðirnar verði tilbúnar til notkunar á vormánuðum árið 2021.

Byggja parhús við Stórutjarnir í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum árið 2019 til byggingar á tveimur íbúðum og var fyrsta skóflustungan tekin að íbúðunum þann 30. október sl.
Íbúðirnar verða í parhús við Melgötu 6 við Stórutjarnir og verða þær þriggja herbergja um 80 m2. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. hafa tekið ákvörðun um að íbúðirnar verða í húsi sem verði Svansvottað og þar með fyrstu húsin utan höfuðborgarsvæðisins með slíka vottun. Svansvottun er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og er meginmarkmiðið með vottuninni að draga úr umhverfisáhrifum í byggingu og rekstri íbúðnna.
Gert er ráð fyrr að íbúðirnar verði tilbúnar til notkunar á vormánuðum árið 2021.

DEILA

Fleiri fréttir

Nýr íbúðakjarni á Húsavík

Húsnæðissjálfseignastofnunin Vík hses hefur fengið afhentar íbúðir í íbúðakjarna við Stóragarð á Húsavík. Það var mat sveitastjórnar í Norðurþingi að það væri mikil þörf...

Leigufélagið Bríet og Langanesbyggð í samstarf

Leigufélagið Bríet hefur samþykkt að fara í samstarfsverkefni með Langanesbyggð varðandi uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Langanesbyggðar þar sem fram...