Stofnframlög til 152 íbúða á landsbyggðinni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnframlög til byggingar eða kaupa á alls 152 íbúðum í 7 sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kom fram á kynningu á stofnframlögum fyrir árið 2022 sem fór fram 20. júní sl. á opnum fundi sem HMS stóð fyrir. Stofnframlög eru veitt af hinu opinbera til byggingar eða kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum. Stofnframlögin sem hafa verið veitt síðan árið 2016 hafa stuðlað að virkari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi fyrir einstaklinga víðs vegar um landið  með uppbyggingu á íbúðarhúsnæði með hagkvæmari langtíma leigu.

Í þessari úthlutun var metfjöldi íbúða á landsbyggðinni eða 152 íbúðir. Flestar íbúðirnar eru á Vesturlandi og Vestfjörðum en á báðum landshlutum voru íbúðirnar 40 talsins. Næst á eftir voru Suðurnesin með 31 íbúð. Heildarfjárfesting verkefnanna eru rúmir 5 milljarðar króna.

Auk þess var nýverið stofnað leigufélagið Brák þar sem 31 sveitarfélag víðs vegar um landið komu að stofnun þess. Leigufélagið er óhagnaðardrifið og með það að leiðarljósi að sveitarfélög á landsbyggðinni sameinist um uppbyggingu og rekstur leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága einstaklinga. Mikil uppbygging á hagkvæmum leiguíbúðum er því væntanleg á landsbyggðinni á næstu árum.

Nánari sundurliðun á niðurstöðum úthlutnar stofnframlaga fyrir árið 2022 má finna hér fyrir neðan.

 

Stofnframlög til 152 íbúða á landsbyggðinni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita stofnframlög til byggingar eða kaupa á alls 152 íbúðum í 7 sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kom fram á kynningu á stofnframlögum fyrir árið 2022 sem fór fram 20. júní sl. á opnum fundi sem HMS stóð fyrir. Stofnframlög eru veitt af hinu opinbera til byggingar eða kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum fyrir fólk undir tekju- og eignamörkum. Stofnframlögin sem hafa verið veitt síðan árið 2016 hafa stuðlað að virkari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi fyrir einstaklinga víðs vegar um landið  með uppbyggingu á íbúðarhúsnæði með hagkvæmari langtíma leigu.

Í þessari úthlutun var metfjöldi íbúða á landsbyggðinni eða 152 íbúðir. Flestar íbúðirnar eru á Vesturlandi og Vestfjörðum en á báðum landshlutum voru íbúðirnar 40 talsins. Næst á eftir voru Suðurnesin með 31 íbúð. Heildarfjárfesting verkefnanna eru rúmir 5 milljarðar króna.

Auk þess var nýverið stofnað leigufélagið Brák þar sem 31 sveitarfélag víðs vegar um landið komu að stofnun þess. Leigufélagið er óhagnaðardrifið og með það að leiðarljósi að sveitarfélög á landsbyggðinni sameinist um uppbyggingu og rekstur leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága einstaklinga. Mikil uppbygging á hagkvæmum leiguíbúðum er því væntanleg á landsbyggðinni á næstu árum.

Nánari sundurliðun á niðurstöðum úthlutnar stofnframlaga fyrir árið 2022 má finna hér fyrir neðan.

 

DEILA

Fleiri fréttir

Árnes: Styðja við byggingu fimm leiguíbúða

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Árnesi....

Leigufélagið Bríet og sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps og Leigufélagið Bríet stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Þórshöfn og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili...