Nýtt raðhús á Húsavík

Bjarg íbúðafélag er að ljúka við uppbyggingu á raðhúsi á Húsavík þar sem sex nýjar leiguíbúðir rísa með stuðningi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi. Verkefnið fékk samþykkt úthlutun stofnframlaganna árið 2023.

Um er að ræða nýsköpunarverkefni þar sem íbúðirnar voru forsmíðaðar af SG húsum á Selfossi og fluttar nánast fullbúnar til Húsavíkur. Á sama tíma og húsin voru í smíðum á Selfossi sáu heimamenn á Húsavík um jarðvinnu og undirstöður fyrir húsin. Þannig var hægt að vinna að tveimur verkþáttum á sama tíma og þannig stytta byggingartíma umtalsvert.

Íbúðirnar eru um 95 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum og þær verða leigðar út til tekju- og eignaminni fjölskyldna á vinnumarkaði en það er nú þegar búið að finna leigjendur fyrir allar íbúðirnar. „Verkefnið tókst vel og það kom á óvart hversu margir sóttu um íbúðirnar til leigu sem sýnir að veruleg þörf er fyrir íbúðir í þessu kerfi hér á Húsavík,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings.

Nýtt raðhús á Húsavík

Bjarg íbúðafélag er að ljúka við uppbyggingu á raðhúsi á Húsavík þar sem sex nýjar leiguíbúðir rísa með stuðningi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi. Verkefnið fékk samþykkt úthlutun stofnframlaganna árið 2023.

Um er að ræða nýsköpunarverkefni þar sem íbúðirnar voru forsmíðaðar af SG húsum á Selfossi og fluttar nánast fullbúnar til Húsavíkur. Á sama tíma og húsin voru í smíðum á Selfossi sáu heimamenn á Húsavík um jarðvinnu og undirstöður fyrir húsin. Þannig var hægt að vinna að tveimur verkþáttum á sama tíma og þannig stytta byggingartíma umtalsvert.

Íbúðirnar eru um 95 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum og þær verða leigðar út til tekju- og eignaminni fjölskyldna á vinnumarkaði en það er nú þegar búið að finna leigjendur fyrir allar íbúðirnar. „Verkefnið tókst vel og það kom á óvart hversu margir sóttu um íbúðirnar til leigu sem sýnir að veruleg þörf er fyrir íbúðir í þessu kerfi hér á Húsavík,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings.

DEILA

Fleiri fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að námsmannaíbúðum á Flateyri

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku á dögunum sameiginlega fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Lýðskólinn fékk úthlutað stofnframlögum frá HMS og Ísafjarðarbæ...

Framkvæmdir hafnar við byggingu nýrra íbúða á Reyðarfirði

Byggingaraðilinn Hrafnshóll ehf. hefur hafið byggingu á fimm íbúðum á Reyðarfirði. Íbúðirnar sem verið er að byggja fyrir húsnæðissjálfseignastofnunina Brák hses. eru ætlaðar til...