Lýsing á verkefninu
Vopnafjarðarhreppur hefur fengið samþykkt úthlutun stofnframlaga auk sérstaks byggðaframlags til byggingar á 6 íbúðum til langtímaleigu á Vopnafirði. Í tengslum við byggingu íbúðanna fyrir Vopnafjarðarhrepp byggir verktakinn 2 íbúðir til viðbótar sem ýmist verða til leigu eða sölu.