Leigufélagið Bríet kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Seyðisfirði

Leigufélagið Bríet sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hyggst koma að uppbyggingu á 6 íbúðum á Seyðisfirði. Í dag undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, viljayfirlýsingu á Seyðisfirði þess efnis.

Fyr­ir ham­far­irn­ar á Seyðis­firði þegar aurskriður féllu á íbúðabyggð aug­lýsti Bríet eft­ir bygg­ing­araðilum til sam­starfs um upp­bygg­ingu á 2 leigu­íbúðum og í kjöl­farið lýstu bygg­ing­araðilar yfir áhuga á að koma að verk­efn­inu. Eft­ir að aur­skriðurn­ar féllu í desember sl. var ákveðið að íbúðirn­ar yrðu allt að 6. Til greina kem­ur að samið verði um að vænt­an­leg­ir leigj­end­ur íbúðanna geti keypt eign­irn­ar að viss­um tíma liðnum.

Áætlað er að íbúðirnar verði um 80-100 m2 íbúðir með allt að þrem­ur svefn­her­bergj­um en Bríet legg­ur áherslu á bygg­ingu íbúða sem eru í hag­kvæmri stærð, til að nýta sem best fjár­magn fé­lags­ins og svo að leigu­verð þeirra sé viðráðan­legt.  Áætlað er að framkvæmdum á fyrstu íbúðunum ljúki og að þær verði teknar í notkun á fyrri hluta ársins 2022.

Leigufélagið Bríet kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Seyðisfirði

Leigufélagið Bríet sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hyggst koma að uppbyggingu á 6 íbúðum á Seyðisfirði. Í dag undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, viljayfirlýsingu á Seyðisfirði þess efnis.

Fyr­ir ham­far­irn­ar á Seyðis­firði þegar aurskriður féllu á íbúðabyggð aug­lýsti Bríet eft­ir bygg­ing­araðilum til sam­starfs um upp­bygg­ingu á 2 leigu­íbúðum og í kjöl­farið lýstu bygg­ing­araðilar yfir áhuga á að koma að verk­efn­inu. Eft­ir að aur­skriðurn­ar féllu í desember sl. var ákveðið að íbúðirn­ar yrðu allt að 6. Til greina kem­ur að samið verði um að vænt­an­leg­ir leigj­end­ur íbúðanna geti keypt eign­irn­ar að viss­um tíma liðnum.

Áætlað er að íbúðirnar verði um 80-100 m2 íbúðir með allt að þrem­ur svefn­her­bergj­um en Bríet legg­ur áherslu á bygg­ingu íbúða sem eru í hag­kvæmri stærð, til að nýta sem best fjár­magn fé­lags­ins og svo að leigu­verð þeirra sé viðráðan­legt.  Áætlað er að framkvæmdum á fyrstu íbúðunum ljúki og að þær verði teknar í notkun á fyrri hluta ársins 2022.

DEILA

Fleiri fréttir

Íbúðir í byggingu um allt land

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Samtök iðnaðarins (SI) stóðu saman að talningu íbúða í byggingu á landinu öllu sem hófst um miðjan ágúst sl....

Óseldar íbúðir ÍLS á Ólafsvík fara í útleigu

Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á Ólafsvík, Hellissandi og öðrum stöðum innan Snæfellsbæjar munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði...