Íbúðaverð á Vestfjörðum á siglingu

Íbúðaverð á Vestfjörðum hefur farið talsvert hækkandi allt frá árinu 2018. Á tímabilinu 2014-2018 voru litlar breytingar á íbúðaverði á svæðinu en síðan þá hefur íbúðamarkaðurinn tekið vel við sér og nú er svo komið að frá árinu 2014 hefur íbúðaverð á Vestfjörðum hækkað um 56% meira en meðalhækkun íbúðaverðs á landinu öllu og um 16% meira en annars staðar á landsbyggðinni.

Þrátt fyrir snarpa hækkun undanfarið er íbúðaverð á Vestfjörðum nokkuð lægra en í öðrum landshlutum. Til að mynda er fermetraverð á Vestfjörðum fyrir sérbýli að meðaltali um 212 þ.kr. í kaupsamningum á árinu, en að meðaltali um 340 þ.kr. í öðrum landshlutum að undanskildu höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð á Vestfjörðum er því enn lægra en landsmeðaltal þó verðbilið fari minnkandi.

Fjöldi kaupsamninga á Vestfjörðum hefur sömuleiðis farið fjölgandi frá árinu 2018 og fjölgaði þeim um rúmlega 24% á árinu 2019 frá því árinu að undan. Kaupsamningum fjölgaði einnig á árinu 2020 þar fjölgunin var um 13% á milli ára og má leiða líkur að því árið í ár verði sambærilegt árinu í fyrra sé miðað við tölur fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins.

Meðalsölutími fasteigna á Vestfjörðum hefur farið hratt lækkandi frá vorinu 2020 sem er í samræmi við þróun sölutíma á landinu öllu þar sem meðalsölutími hefur verið að jafnaði um 60-120 dagar. Meðalsölutíminn hefur því undanfarin tvö ár verið nokkuð áþekkur því sem gerist annars staðar á landsbyggðinni sem er töluverð breyting frá því um vorið 2018 þar sem meðalsölutími íbúða fór yfir 400 daga.

Byggingarmarkaðurinn hefur einnig tekið við sér á undanförnum árum eftir nokkurra ára lægð og er 51 íbúð á svæðinu með byggingarár 2018-2021 en 36 íbúðir eru með byggingarár 2010-2017 sem er þó tvöfalt lengra tímabil.

Íbúðaverð á Vestfjörðum á siglingu

Íbúðaverð á Vestfjörðum hefur farið talsvert hækkandi allt frá árinu 2018. Á tímabilinu 2014-2018 voru litlar breytingar á íbúðaverði á svæðinu en síðan þá hefur íbúðamarkaðurinn tekið vel við sér og nú er svo komið að frá árinu 2014 hefur íbúðaverð á Vestfjörðum hækkað um 56% meira en meðalhækkun íbúðaverðs á landinu öllu og um 16% meira en annars staðar á landsbyggðinni.

Þrátt fyrir snarpa hækkun undanfarið er íbúðaverð á Vestfjörðum nokkuð lægra en í öðrum landshlutum. Til að mynda er fermetraverð á Vestfjörðum fyrir sérbýli að meðaltali um 212 þ.kr. í kaupsamningum á árinu, en að meðaltali um 340 þ.kr. í öðrum landshlutum að undanskildu höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð á Vestfjörðum er því enn lægra en landsmeðaltal þó verðbilið fari minnkandi.

Fjöldi kaupsamninga á Vestfjörðum hefur sömuleiðis farið fjölgandi frá árinu 2018 og fjölgaði þeim um rúmlega 24% á árinu 2019 frá því árinu að undan. Kaupsamningum fjölgaði einnig á árinu 2020 þar fjölgunin var um 13% á milli ára og má leiða líkur að því árið í ár verði sambærilegt árinu í fyrra sé miðað við tölur fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins.

Meðalsölutími fasteigna á Vestfjörðum hefur farið hratt lækkandi frá vorinu 2020 sem er í samræmi við þróun sölutíma á landinu öllu þar sem meðalsölutími hefur verið að jafnaði um 60-120 dagar. Meðalsölutíminn hefur því undanfarin tvö ár verið nokkuð áþekkur því sem gerist annars staðar á landsbyggðinni sem er töluverð breyting frá því um vorið 2018 þar sem meðalsölutími íbúða fór yfir 400 daga.

Byggingarmarkaðurinn hefur einnig tekið við sér á undanförnum árum eftir nokkurra ára lægð og er 51 íbúð á svæðinu með byggingarár 2018-2021 en 36 íbúðir eru með byggingarár 2010-2017 sem er þó tvöfalt lengra tímabil.

DEILA

Fleiri fréttir

Leigufélagið Bríet og Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs

Sveitarfélagið Skagaströnd og Leigufélagið Bríet stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Skagaströnd og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki...

Ekki verið að byggja nóg til að mæta íbúðaþörf á Austurlandi

Fjöldi íbúða í byggingu á Austurlandi er ekki nægilega mikill til þess að mæta íbúðaþörf samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaga í landshlutanum. Þetta kom fram á...