Brák hses. stofnuð af sveitarfélögum á landsbyggðinni

Síðasta haust lagði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fram tillögu um hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem sveitarfélög á landsbyggðinni myndu sameinast um uppbyggingu og rekstur leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága. Þann 4. mars sl. varð þessi hugmynd að veruleika þegar húsnæðissjálfseignastofnunin Brák hses. var stofnuð.

Húsnæðissjálfseignarstofnanir starfa samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og er hlutverk þeirra að eiga og reka íbúðir sem byggðar eða keyptar hafa verið með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Íbúðirnar eru ætlaðar til útleigu til leigjenda sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum. Með auknu samstarfi sveitarfélaganna er lagt upp með að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni hvað varðar rekstur og utanumhald íbúðanna en einnig að ná fram hagkvæmni í byggingu íbúðanna með því að fara í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn.

31 sveitarfélag víðs vegar um landið kom að stofnun á Brák hses. Kosið var til stjórnar þar sem fimm aðalmenn voru kjörnir. Þau eru Þórdís Sif Sigurðardóttir (Borgarbyggð), Kristján Svan Kristjánsson (Ísafjarðabær), Helgi Héðinsson (Skútustaðahreppur), Snorri Styrkársson (Fjarðabyggð) og Ása Valdís Árnadóttir (Grímsnes- og Grafningshreppur). Á meðal fyrstu verkefna stjórnar verður að skoða gerð samstarfssamnings við leigufélagið Bríeti, sem er í eigu HMS, um daglegt utanumhald og rekstur íbúðanna. Ef þau áform ganga eftir getur framkvæmdastjóri Bríetar jafnframt sinnt framkvæmdastjórn fyrir Brák hses. Miklir möguleikar geta jafnframt verið til staðar með samstarfi milli Bríetar og Brákar þegar horft er til framtíðar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni þar sem möguleikar opnast fyrir að bjóða upp á fjölbreytt framboð íbúða fyrir alla félagshópa um allt land.

Brák hses. stofnuð af sveitarfélögum á landsbyggðinni

Síðasta haust lagði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fram tillögu um hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem sveitarfélög á landsbyggðinni myndu sameinast um uppbyggingu og rekstur leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága. Þann 4. mars sl. varð þessi hugmynd að veruleika þegar húsnæðissjálfseignastofnunin Brák hses. var stofnuð.

Húsnæðissjálfseignarstofnanir starfa samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og er hlutverk þeirra að eiga og reka íbúðir sem byggðar eða keyptar hafa verið með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. Íbúðirnar eru ætlaðar til útleigu til leigjenda sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum. Með auknu samstarfi sveitarfélaganna er lagt upp með að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni hvað varðar rekstur og utanumhald íbúðanna en einnig að ná fram hagkvæmni í byggingu íbúðanna með því að fara í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn.

31 sveitarfélag víðs vegar um landið kom að stofnun á Brák hses. Kosið var til stjórnar þar sem fimm aðalmenn voru kjörnir. Þau eru Þórdís Sif Sigurðardóttir (Borgarbyggð), Kristján Svan Kristjánsson (Ísafjarðabær), Helgi Héðinsson (Skútustaðahreppur), Snorri Styrkársson (Fjarðabyggð) og Ása Valdís Árnadóttir (Grímsnes- og Grafningshreppur). Á meðal fyrstu verkefna stjórnar verður að skoða gerð samstarfssamnings við leigufélagið Bríeti, sem er í eigu HMS, um daglegt utanumhald og rekstur íbúðanna. Ef þau áform ganga eftir getur framkvæmdastjóri Bríetar jafnframt sinnt framkvæmdastjórn fyrir Brák hses. Miklir möguleikar geta jafnframt verið til staðar með samstarfi milli Bríetar og Brákar þegar horft er til framtíðar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni þar sem möguleikar opnast fyrir að bjóða upp á fjölbreytt framboð íbúða fyrir alla félagshópa um allt land.

DEILA

Fleiri fréttir

Þelamörk: Breyta heimavistinni í íbúðarhúsnæði

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit. Fyrsti þáttur...

Byggja parhús við Stórutjarnir í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum árið 2019 til byggingar á tveimur íbúðum og var fyrsta skóflustungan tekin að íbúðunum þann 30. október sl....