Afhending íbúða í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjasveitar hses. hafa fengið afhentar tvær íbúðir í parhúsi í við Melgötu í Þingeyjarsveit. Íbúðirnar sem eru um 80 m² hvor með tveimur svefnherbergjum eru í timburhúsi byggt úr einingum.

Húsið hefur hlotið Svansvottun Umhverfisstofnunar og er húsið það fyrsta sem hlýtur slíka vottun utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar byggt er eftir viðmiðum Svansvottunar er fyrst og fremst lögð áhersla á að minnka neikvæð áhrif á umhverfið og skapa betri innivist fyrir íbúa hússins, en íbúðirnar eru til að mynda útbúnar með loftskiptikerfi sem tryggir minni orkunotkun yfir líftíma hússins.

Leiguíbúðir Þingeyjasveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum frá HMS árið 2019 til byggingar á íbúðunum tveimur og verð íbúðirnar afhentar leigjendum sínum á allra næstu dögum.

Afhending íbúða í Þingeyjarsveit

Leiguíbúðir Þingeyjasveitar hses. hafa fengið afhentar tvær íbúðir í parhúsi í við Melgötu í Þingeyjarsveit. Íbúðirnar sem eru um 80 m² hvor með tveimur svefnherbergjum eru í timburhúsi byggt úr einingum.

Húsið hefur hlotið Svansvottun Umhverfisstofnunar og er húsið það fyrsta sem hlýtur slíka vottun utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar byggt er eftir viðmiðum Svansvottunar er fyrst og fremst lögð áhersla á að minnka neikvæð áhrif á umhverfið og skapa betri innivist fyrir íbúa hússins, en íbúðirnar eru til að mynda útbúnar með loftskiptikerfi sem tryggir minni orkunotkun yfir líftíma hússins.

Leiguíbúðir Þingeyjasveitar hses. fengu úthlutað stofnframlögum frá HMS árið 2019 til byggingar á íbúðunum tveimur og verð íbúðirnar afhentar leigjendum sínum á allra næstu dögum.

DEILA

Fleiri fréttir

Hlutdeildarlán á landsbyggðinni

Hlutdeildarlán er úrræði stjórnvalda sem ætlað er til þess að hjálpa tekju- og eignalágum að komast inn á íbúðamarkaðinn. Ekki allar íbúðir geta talist...

Framkvæmdir hafnar við byggingu nýrra íbúða á Reyðarfirði

Byggingaraðilinn Hrafnshóll ehf. hefur hafið byggingu á fimm íbúðum á Reyðarfirði. Íbúðirnar sem verið er að byggja fyrir húsnæðissjálfseignastofnunina Brák hses. eru ætlaðar til...