Nýr íbúðakjarni á Húsavík

Húsnæðissjálfseignastofnunin Vík hses hefur fengið afhentar íbúðir í íbúðakjarna við Stóragarð á Húsavík. Það var mat sveitastjórnar í Norðurþingi að það væri mikil þörf á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk en lengi vel hafði reynst erfitt að finna pláss fyrir verkefnið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Vorið 2020 var stofnuð húsnæðissjálfseignarstofnunin Vík hses. sem átti að sjá um byggingu og rekstur íbúðakjarnans.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti í júní 2020 f.h. ríkisins að veita stofn- og sérstakt byggðaframlag til verkefnisins. Úthlutað var sérstöku byggðaframlagi til viðbótar við 18% stofnframlag ríkisins en það er ætlað svæðum þar sem er skortur á íbúðum á leigumarkaði og/eða þar sem bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi á milli byggingakostnaðar og markaðsverðs íbúðahúsnæðis.

Útboði í verkið lauk í nóvember 2020 og kom í hlut Trésmiðjunnar Rein ehf að annast framkvæmdirnar sem aðalverktaki. Þann 6.desember sl. var húsnæðið loks opnað formlega þar sem íbúar kjarnans fengu afhenta lykla og hafa nú komið sér fyrir. Húsið er um 479 fermetrar að flatarmáli og er að mestu tilbúið en lóðafrágangur er á lokametrunum. Íbúðakjarninn samanstendur af 6 íbúðum sem eru um 52-53 fermetrar hver auk sameiginlegs rýmis fyrir íbúa kjarnans og aðstöðu fyrir starfsmenn.

 

Nýr íbúðakjarni á Húsavík

Húsnæðissjálfseignastofnunin Vík hses hefur fengið afhentar íbúðir í íbúðakjarna við Stóragarð á Húsavík. Það var mat sveitastjórnar í Norðurþingi að það væri mikil þörf á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk en lengi vel hafði reynst erfitt að finna pláss fyrir verkefnið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Vorið 2020 var stofnuð húsnæðissjálfseignarstofnunin Vík hses. sem átti að sjá um byggingu og rekstur íbúðakjarnans.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykkti í júní 2020 f.h. ríkisins að veita stofn- og sérstakt byggðaframlag til verkefnisins. Úthlutað var sérstöku byggðaframlagi til viðbótar við 18% stofnframlag ríkisins en það er ætlað svæðum þar sem er skortur á íbúðum á leigumarkaði og/eða þar sem bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægi á milli byggingakostnaðar og markaðsverðs íbúðahúsnæðis.

Útboði í verkið lauk í nóvember 2020 og kom í hlut Trésmiðjunnar Rein ehf að annast framkvæmdirnar sem aðalverktaki. Þann 6.desember sl. var húsnæðið loks opnað formlega þar sem íbúar kjarnans fengu afhenta lykla og hafa nú komið sér fyrir. Húsið er um 479 fermetrar að flatarmáli og er að mestu tilbúið en lóðafrágangur er á lokametrunum. Íbúðakjarninn samanstendur af 6 íbúðum sem eru um 52-53 fermetrar hver auk sameiginlegs rýmis fyrir íbúa kjarnans og aðstöðu fyrir starfsmenn.

 

DEILA

Fleiri fréttir

Hlutdeildarlán á landsbyggðinni

Hlutdeildarlán er úrræði stjórnvalda sem ætlað er til þess að hjálpa tekju- og eignalágum að komast inn á íbúðamarkaðinn. Ekki allar íbúðir geta talist...

Nýtt raðhús á Húsavík

Bjarg íbúðafélag er að ljúka við uppbyggingu á raðhúsi á Húsavík þar sem sex nýjar leiguíbúðir rísa með stuðningi stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi....