Bríet í samstarf við Fjarðabyggð

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð skrifuðu nýverið undir samstarf þar sem Bríet kemur til með að taka við íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fjarðabyggð kemur til með að eignast hlut í Bríeti og verður þar með fyrsta sveitarfélagið til að verða hluthafi í leigufélaginu.

Íbúðirnar sem um ræðir eru í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði. Staða leigjenda helst óbreytt samkvæmt tilkynningu en réttindi og skyldur leigusamninga færast til Bríetar.

Markmið samstarfsins er að  samræma umsýslu leigueigna á landsbyggðinni ásamt því að Bríet auki samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbyggingu nýrra leigueigna.

Bríet í samstarf við Fjarðabyggð

Leigufélagið Bríet og Fjarðabyggð skrifuðu nýverið undir samstarf þar sem Bríet kemur til með að taka við íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fjarðabyggð kemur til með að eignast hlut í Bríeti og verður þar með fyrsta sveitarfélagið til að verða hluthafi í leigufélaginu.

Íbúðirnar sem um ræðir eru í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði. Staða leigjenda helst óbreytt samkvæmt tilkynningu en réttindi og skyldur leigusamninga færast til Bríetar.

Markmið samstarfsins er að  samræma umsýslu leigueigna á landsbyggðinni ásamt því að Bríet auki samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbyggingu nýrra leigueigna.

DEILA

Fleiri fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin að námsmannaíbúðum á Flateyri

Íbúar á Flateyri og nemendur Lýðskólans á Flateyri tóku á dögunum sameiginlega fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Nemendagarða Lýðskólans. Lýðskólinn fékk úthlutað stofnframlögum frá HMS og Ísafjarðarbæ...

Búðardalur – hluti af aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal....